![](https://static.wixstatic.com/media/a1865a_0c4c8ab9d5224777b546057d687ae21d~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_980,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a1865a_0c4c8ab9d5224777b546057d687ae21d~mv2.jpg)
✔️Langar þig að öðlast dýpri skilning á eigin líkama og jógaiðkun?
✔️Hefur þú áhuga á því að aðstoða í tímum
hjá Iceland Power Yoga?
✔️Viltu uppfæra og bæta við tæknina þína við að aðstoða í jóga?
Baptiste kennarinn Inga leiðir skemmtilegt "Hands ON " námskeið sem við nefnum: Listin að Aðstoða - því aðstoð er list!
Hér lærir þú að aðstoða og fá aðstoð með áhrifamiklum, skapandi og eflandi hætti.
![](https://static.wixstatic.com/media/a1865a_d4fffee749f2488d8d66ce391a18b4cd~mv2.png/v1/fill/w_225,h_225,al_c,q_85,enc_auto/a1865a_d4fffee749f2488d8d66ce391a18b4cd~mv2.png)
Listin að aðstoða námskeiðið er áþreifanleg þjálfun sem er hönnuð til að umbylta þinni persónulegu jógaiðkun, aðstoð og kennslu.
Baptiste aðferðin mun veita þér verkfæri til að hafa bein áhrif á aðra.
Þetta námskeið er fullkomið fyrir:
Nemendur sem langar að þróa hæfni sína í jóga iðkuninni og skapa dýpri skilning á þeirra eigin líkama í þeirra persónulegu iðkun.
Alla sem langar til að eiga nýja upplifun með tengingu við aðra og þjóna öðrum.
Kennara og iðkendur sem hafa áhuga á því að aðstoða með snertingu í Baptiste Power Yoga tímum.
Alla þá sem eru nú þegar að kenna og/eða aðstoða og vilja uppfæra aðstoðstækni sína.
Eftir námskeiðið ertu:
komin með grunnþekkingu á grunnaðstoð í Journey into Power (JIP), þar með talið dýpri skilning á þinni eigin iðkun.
búin að læra að gefa aðstoð í hverri stöðu í JIP flæðinu.
búin að læra 3 tegundir af aðstoð: leiðbeinandi, styrkjandi og dýpkandi.
með færni í ýmsum leiðum til að aðstoða á skapandi hátt samkvæmt JIP aðferðinni.
meðvitaður um að nota True North Alignment til að gefa áhrifamikla og styrkjandi aðstoð.
með vekfæri til að aðstoða heilan JIP tíma.
Hvar: Iceland Power Yoga, Holtasmári 1, 201 Kópavogi
Hvenær: 27. – 28. – 29. janúar 2023
Tímasetningar: Föstudagur 16:30 - 21:00 Laugardag kl. 8:00 – 17:00 Sunnudag kl. 8:00 – 17:00
Kennari: Inga Hrönn Kristjánsdóttir 500 E-RYT og viðurkenndur Baptiste Power Yoga kennari.
Verð: 54.900 kr. - Skráning hér
Verð korthafar: 49.900 kr. - Skráning hér * Einnig hægt að skrá sig í Glofox appinu undir Námskeið.
* Námskeiðið er viðurkennt af Yoga Alliance og gefur kennurum 22 YACEP einingar.
Comments