top of page
Ef ekki núna, þá hvenær?
  • Ertu tilbúin(n) að BREYTA TIL í lífi þínu? 

  • Langar þig til að deila jóga með öðrum? 

  • Hefur þú áhuga á því að þróa leiðtogahæfileika þína? 

  • Viltu dýpka jógaiðkun þína og fara með hana á næsta level? 


Ef þú sagðir JÁ, þá ertu nú þegar búin að stíga fyrsta skrefið inn námið.
Fyrsta þema í Baptiste Yoga er nefnilega: Be a YES

Að vita hvað þú vilt sjá gerast í lífi þínu er fyrsta skrefið. Svo að standa með því og velja skref sem uppfylla og gera það að raunveruleika. Námið okkar er einmitt til þess gert og til þess erum við hér.

Í þessu 200 klst. námi ætlum við að kanna....

The practices and techniques of Baptiste Yoga:

- Asana (Líkamlegar stöður)
- Meditation (Hugleiðslu)
- Inquiry (Sjálfsskoðun)

Þú munt læra jógaseríuna Journey into Power eftir hinn heimsþekkta jógakennara Baron Baptiste sem er byggð á bókinni hans: Journey Into Power (NY Times best selling book)

Þú munt þróa með þér verkfæri sem gera þér kleift að leiða tíma sem áhrifamikill, ábyggilegur og veltengdur jógakennari sem veitir nemendum sínum innblástur.
 
Þú munt uppgötva og brjótast í gegnum gamla vana og takmarkaðar hugmyndir um sjálfan þig sem þjóna þér ekki lengur sem sú manneskja sem þú ert að verða.

(*Athugið námið hefur fengið frábærar móttökur hér á landi og pláss er takmarkað.)

Kennarar:

Yfirkennari: Inga Hrönn Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi Iceland Power Yoga, 500 E-RYT og viðurkenndur Baptiste Yoga Kennari.

Gestakennarar: Alice Riccardi 500 E-RYT og Elina Iso-Rautio 500 E-RYT.

 

Verð:

  • 469.000 kr. - Greiðsludreifing (5 greiðslur)

  • Greiðsludreifing: 5 greiðslur samtals:

  • ​ 98.300 kr. 1. greiðsla / Staðfestingargjald við skráningu er skilyrði til að tryggja plássið

    • 98.300 kr - 2. greiðsla / Eindagi 30. september   

    • 98.300 kr - 3. greiðsla / Eindagi 31. október

    • 98.300 kr - 4. greiðsla / Eindagi 30. nóvember

    • 98.300 kr - 5. greiðsla/ Eindagi 10. desember

  • 422.100 kr. -  Eingreiðsla við skráningu (10% afsláttur)

Annað:

  • Endurgreiðsla er einungis möguleg eftir fyrsta kennsludaginn. Eftir það er ekki hægt að fá endurgreitt.

  • Margir nemendur hafa fengið styrk/endurgreiðslu frá stéttarfélagi sínu fyrir náminu. 

  • Til að sækja um vinsamlegast fylltu út umsóknina hér fyrir neðan og við munum hafa samband.

  • Frekari fyrirspurnir sendast á inga@icelandpoweryoga.is eða í síma 666-5353

Tímasetningar miðað við daga:

  • Fimmtudaga kl. 18:00 – 21:00 

  • Föstudaga kl. 16:30 - 21:00

  • Laugardaga kl. 8:00 - 16:00

  • Sunnudaga kl. 8:00 - 17:00

Dagssetningar:

  • 26. september - 8. desember 2024

  • Kennt verður í sjö 4 daga törnum eftir vinnutíma

á fimmtudögum og föstudögum og heilir dagar um helgar. 

Screenshot 2024-01-20 at 10.46.55 PM.png
Umsögn:
               "200 klst jógakennaranámið í Iceland Power Yoga hafði djúpstæð áhrif á mig sem manneskju, jógaiðkanda, foreldri og maka. Námið einkennist af einlægum vilja og metnaði Alice og Ingu til að gera nemendurna að betri einstaklingum, ekki bara betri jógum. Ég trúi því að 200 klst jógakennaranámið í Iceland Power Yoga eigi erindi við alla þá sem er umhugað um sína andlegu og líkamlegu heilsu en ekki síst fyrir þá sem vilja nálgast samferðafólk sitt í lífinu með auknu skilyrðisleysi, skilningi og kærleik."                                                                       
                                                                                  - Þórunn Steinsdóttir, lögfræðingur
IMG_7696 2.jpg
bottom of page