top of page

Byrjendanámskeið með Stulla

Tímabili: 2. - 18. apríl (6 skipti)

Þriðjudaga og fimmtudaga 

kl. 19:30 - 20:45


Ertu að byrja eða nýlega byrjaður/byrjuð í jóga og langar að tileinka þér áreiðanlegan og sterkan grunn? Á þessu námskeiði ætlum við að brjóta niður Journey into Power seríuna og stöðurnar sem við gerum í Baptiste Power Yoga. Við förum yfir lykil-grunnatriðin og líkamleg lögmál sem viðhalda góðri heilsu til langs tíma frekar en skammtíma árangri.  


Stöðurnar í seríunni eru stöðurnar sem allar aðrar jógastöður byggja á. Við munum fara yfir aðlaganir og hvernig staðan lítur út í þínum líkama og hvernig henni er ekki ætlað að líta eins út í öllum líkömum. 


Nemendur taka miklum framförum á námskeiðum hjá okkur eins og þessu og við leggjum til að þú mætir einnig í opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur til að æfa það sem þú lærir á námskeiðinu.


Þeir sem skrá sig og eru ekki korthafar fá aðgang að stundatöflunni okkar í heilan mánuð frá og með 2. apríl til að mæta í opna tíma. 


Verð: 34.900 kr* Skráning: HÉR


Korthafar: 24.900 kr. (skráning í Glofox appinu og verð með afslætti kemur sjálfkrafa fram)

Tímasetning: Þriðjudaga & fimmtudaga kl.19:30 - 20:45

Skráning í Glofox appinu eða hér

Fyrirspurnir berast info@icelandpoweryoga.is 

Kennari: Sturlaugur Halldórsson 200 RYT, Baptiste Yoga kennari 

コメント


bottom of page