top of page

Listin að Aðstoða - með Ingu Kristjáns


✔️Langar þig að öðlast dýpri skilning á eigin líkama og jógaiðkun? ✔️Hefur þú áhuga á því að aðstoða í tímum hjá Iceland Power Yoga? ✔️Viltu uppfæra og bæta við tæknina þína við að aðstoða í jóga? Baptiste kennarinn Inga leiðir skemmtilegt "Hands ON " námskeið sem við nefnum: Listin að Aðstoða - því aðstoð er list! Hér lærir þú að aðstoða og fá aðstoð með áhrifamiklum, skapandi og eflandi hætti.


Listin að aðstoða námskeiðið er áþreifanleg þjálfun sem er hönnuð til að umbylta þinni persónulegu jógaiðkun, aðstoð og kennslu. Baptiste aðferðin mun veita þér verkfæri til að hafa bein áhrif á aðra.

Þetta námskeið er fullkomið fyrir:

  • Nemendur sem langar að þróa hæfni sína í jóga iðkuninni og skapa dýpri skilning á þeirra eigin líkama í þeirra persónulegu iðkun.

  • Alla sem langar til að eiga nýja upplifun með tengingu við aðra og þjóna öðrum.

  • Kennara og iðkendur sem hafa áhuga á því að aðstoða með snertingu í Baptiste Power Yoga tímum.

  • Alla þá sem eru nú þegar að kenna og/eða aðstoða og vilja uppfæra aðstoðstækni sína.

Eftir námskeiðið ertu:

  • komin með grunnþekkingu á grunnaðstoð í Journey into Power (JIP), þar með talið dýpri skilning á þinni eigin iðkun.

  • búin að læra að gefa aðstoð í hverri stöðu í JIP flæðinu.

  • búin að læra 3 tegundir af aðstoð: leiðbeinandi, styrkjandi og dýpkandi.

  • með færni í ýmsum leiðum til að aðstoða á skapandi hátt samkvæmt JIP aðferðinni.

  • meðvitaður um að nota True North Alignment til að gefa áhrifamikla og styrkjandi aðstoð.

  • með vekfæri til að aðstoða heilan JIP tíma.

Hvar: Iceland Power Yoga, Holtasmári 1, 201 Kópavogi

Hvenær: 1 .- 4 febrúar 2024

Tímasetningar: Fimmtudagur 18:00 - 21:00

Föstudagur 16:30 - 21:00 Laugardag kl. 8:00 – 17:00 Sunnudag kl. 8:00 – 17:00

Kennari: Inga Hrönn Kristjánsdóttir 500 E-RYT og viðurkenndur Baptiste Power Yoga kennari.

Verð: 64.900 kr. - Skráning hér

Verð korthafar: 59.900 kr. - Skráning hér * Einnig hægt að skrá sig í Glofox appinu undir Námskeið.

* Námskeiðið er viðurkennt af Yoga Alliance og gefur kennurum 22 YACEP einingar.

コメント


bottom of page