Tímabil: 23. ágúst - 27 september kl. 19:30-21:00.
Um hvað fjallar námskeiðið
“40 dagar að persónulegri byltingu“?
Þetta byltingarkennda námskeið, þróað af jógakennaranum Baron Baptiste, mun fara með þig í 40 daga ferðalag til að skapa nýjar lífsvenjur sem endurnýja huga, líkama og sál.
Yfir 40 daga verður skorað á þig að æfa asana (líkamlega jógaiðkun) og hugleiðslu daglega. Daglegar spurningar í sjálfsskoðun eru ætlaðar til að pota, ýta og fletta lög ofan af tilveru þinni sem hylja þitt ekta og hreina sjálf. Ef þú hefur áhuga á því t.d. að léttast eða minnka sykur færðu verkfæri til að hjálpa þér að skoða mataræði þitt nánar sem leiðbeina þér að þeim breytingum sem passa betur við þín æðstu áform hvað varðar matarvenjur.
Þú hittir hópinn einu sinni í viku á svokölluðum Aðalfundi (þriðjudaga kl. 19:30 – 21:00).
Einnig verða í boði vikulegir hópfundir á ZOOM (fimmtudaga kl. 19:30 – 20:15).
Hópfundurinn er vettvangur til að ræða bæði áskoranir og sigra sem koma upp.
40 daga námskeiðið og hópurinn er til þess að styðja við þig og gera þér kleift að uppfylla þinn ásetning og þær breytingar sem skipta þig mestu máli. Í ferlinu munt þú umbreyta og uppfæra sjálfan þig með meiri lífsþrótti, frelsi og hugarró .
Af hverju 40 dagar? Talan 40 hefur þýðingu í nokkrum fornum sögum um umbreytingu: Jesús reikaði í fjörutíu daga um eyðimörkina; Móse fór í fjörutíu ár til hins helga lands; Nói sigldi örkinni sinni í fjörutíu daga og samkvæmt Kabbalah tekur það fjörutíu daga að festa nýja venju í kerfi okkar. Eins og Baron skrifar í inngangi að bók sinni: „Það er það sem við stefnum að hér: þurrka út hið gamla og taka á móti því nýja. Á fjörutíu dögum geturðu skipt yfir í alveg nýja lífshætti og tilveru."
Get ég tekið þátt ef ég er ný/r í jóga eða hugleiðslu? Já! Námskeiðið byrjar smátt (5 mín hugleiðsla daglega) og vex svo hægt og rólega svo að líkaminn hafi tækifæri til að aðlagast. Þú hefur stuðning í 40 daga frá teyminu og öðrum þátttakendum.
Þú munt hafa aðgang að leiddum rafrænum hugleiðslum sem leiðbeina þér í hvert skipti sem þú sest niður til að hugleiða. Einnig færð þú aðgang að leiddum jógatímum (upptökum) ef þú kemst ekki í tíma í stúdíóinu.
Hvað er ávaxtaveislan? Námskeiðið mælir fyrir um 3ja daga ávaxtaveislu í 4. vikunni sem er kjörið tækifæri til að núllstilla sig og huga að því sem þú setur í líkamann. Ef að það samræmist ekki núverandi takmörkunum á mataræði sem þú hefur að borða aðeins ávexti í 3 daga, bjóðum við þér að búa til þína eigin 3 daga áskorun til að taka þátt í þessari 3 daga hreinsun (t.d. engar mjólkurvörur, ekkert korn, ekkert kaffi, bara safi)
Þarf ég að kaupa bókina? Já - Bókin fylgir ekki með. Við seljum bókina í verslun okkar en þú getur líka keypt bókina á Amazon. Núna fæst hún einnig á hljóðbók (Audible).
Hvað ef ég kemst ekki á fyrsta fundinn? Upphafsfundurinn (FYRSTI FUNDURINN) er mikilvægur og gerður til að undirbúa þig undir námskeiðið af krafti og með upplýstum hætti. Ef þú kemst alls ekki á fyrsta Aðalfundinn, vinsamlega láttu umsjónarkennarann vita og hann/hún mun hafa samband við þig.
Hvernig stunda ég í jóga? Jógatímar eru innifaldir í námskeiðinu fyrir þá sem ekki eru korthafar nú þegar. Þú munt hafa fullan aðgang að öllum tímum á meðan á námskeiðinu stendur! Það er einnig valkostur að æfa heima en þú færð aðgang að upptökum sem leiða þig í gegnum tíma. Aftur á móti er alltaf ómetanlega orka og meðbyr sem fylgir því að æfa með samfélaginu og öðrum þátttakendum á sömu vegferð!
Hvenær og hvar hittist hópurinn? Við hittumst alla þriðjudaga (Samtals 6 skipti) kl. 19:30-21:00 frá 23. ágúst - 29. september í Iceland Power Yoga, Holtasmára 1, 201 Kópavogi.
Hvað eru hópfundir? Hópfundir verða haldnir á fimmtudögum í gegnum ZOOM kl. 19:30 (hámark 40-60 mín) Þessi vikulegi fundur verður rafrænn og er til þess gerður að styðja þig betur og halda þér við efnið. Hér ræðum við sigra og áskoranir og þú færð tækifæri til að spyrja spurninga. Fundirnir verða teknir upp og þú munt hafa aðgang að upptökunni af fundinum í upp að viku eftir hvern fund.
Frekari spurningar? Sendið tölvupóst á info@icelandpoweryoga.is
Inga Hrönn Kristjánsdóttir (Certified Baptiste Teacher og eigandi Iceland Power yoga) leiðir námskeiðið.
Gestir verð: 34.900 kr. -Innifalið aðgangur í allan tíma á stundatöflu frá 23/827/9 .
Skráning: Hér eða búðu til aðgang í GLOFOX appinu okkar og skráðu þig beint þar.
Korthafar verð: 21.900 kr. - skráning beint í Glofox appinu
Comments