top of page

Jóga fyrir karla -Inngangur að Baptiste kraftjóga

Sex skipti.

Tvisvar í viku 11. janúar - 27. janúar 2022

Þriðjudagar og fimmtudagar kl 19:30-20:45


Kennarar:

Jóhann Magnús Jóhannsson

Sturlaugur Þór Halldórsson


Ertu duglegur að hreyfa þig en vantar liðleika? Eða er langt síðan að þú hefur hreyft þig og þú veist ekki hvar þú átt að byrja? Er þér illt í bakinu eða hnjánum? Viltu bæta frammistöðu í t.d. golfi, hjólreiðum eða hlaupi? Eða viltu einfaldlega auka

hreyfigetu? Við lofum þér að þú ert EKKI einn!



Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir karlmenn sem telja sig of stirða” til að mæta í jóga eða treysta sér ekki til að fara beint inn í opinn tíma! Á námskeiðinu gefst líka byrjendum betur færi á að fá ráðleggingar og leiðbeiningar hjá kennurum en í opnum tímum.


Á þessu sex vikna námskeiði munum við fara í gegnum grundvallaratriðin í jóga og hvernig jóga getur bætt líkamlega líðan, frammistöðu í annarri hreyfingu og almenna ánægju.


Kerfið sem við kennum kallast „Journey into Power“ og við munum kynna grunnstöður flæðisins, huga að öndun, magalásnum og ásetningi. Lögð er áhersla á auka hreyfigetu, styrkja miðjuna, auka einbeitingu og róa huga og taugakerfi.


Kraftjóga er krefjandi en við munum leggja áherslu á að þú finnir jaðarinn á þínum þægindaramma og skynjir hvenær þú þarft að aðlaga stöðurnar. Við munum líka ýta á þig og þá sérstaklega þegar þú ert að halda aftur af þér.


Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir karlmönnum jóga og undirbúa þá svo þeir geti tekið þátt í almennum tímum á stundaskrá Iceland Power Yoga. Við munum styðja þáttakendur í að gera jóga að reglulegri og ánægjulegri iðkun.


Nemendur fá aðgang að opnum tíma í stundatöflu á meðan námskeiðinu stendur.


Verð: 24.900

Skráning hér




bottom of page